Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2018 | 19:00

LET: Valdís Þóra á 76 e. 1. dag Andalucia Open

Valdís Þóra Jónsdóttir er meðal keppenda á lokamóti LET, Andalucia Open de España.

Hún lék 1. hring á 5 yfir pari, 76 höggum; fékk 2 fugla, 2 skolla, einn tvöfaldan og einn þrefaldan skolla.

Sem stendur er Valdía Þóra í 82. sæti, jöfn Solheim Cup leikmanninum sænska Caroline Hedwall, sem einnig er meðal keppenda og spilaði einnig á 5 yfir pari.

Efstar og jafnar eftir 1. dag eru þær Anne Van Dam frá Hollandi, enski kylfingurinn Liz Young og Michelle Thomson frá Skotlandi, en allar léku þær á 3 undir pari, Liz Young er reyndar á þessu skori eftir 9 holur en ekki öllum tókst að ljúka hringjum sínum.

Sjá má stöðuna á Andalucia Open de España með því að SMELLA HÉR: