Birgir Leifur úr leik á lokaúrtökumótinu
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er úr leik á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar. Keppt er á Lumine golfsvæðinu við Tarragona rétt utan við Barcelona á Spáni.
Sjöfaldi Íslandsmeistarinn lék fyrstu fjóra hringina á -4 samtals (67-69-76-70). Birgir endaði í 84. sæti en 25 efstu í mótslok fá fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni.
Birgir Leifur var aðeins tveimur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn eftir fjórða hringinn. En 77 efstu kylfingarnir leika tvo hringi til viðbótar. Það hefði breytt miklu fyrir Birgi að komast í gegnum niðurskurðin. Þannig hefði hann tryggt sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni á næsta tímabili í styrleikaflokki 9 og einnig hefði hann verið með takmarkaðan rétt á Evrópumótaröðinni í styrkleikaflokki 22.
Það er að miklu að keppa á þessu móti. Alls fá 25 efstu í mótslok keppnisrétt á Evrópumótaröðinni þar sem þeir verða í styrkleikaflokki 17 á næsta tímabili á Evrópumótaröðinni og í styrkleikaflokki 5 á Áskorendamótaröðinni.
Þeir kylfingar sem komast í gegnum niðurskurðinn að loknum fjórða hringnum og eru fyrir neðan 25. sætið komast í styrkleikaflokk 22 á Evrópumótaröðinni – og verða í styrkleikaflokki 9 á Áskorendamótaröðinni.
Þeir kylfingar sem komast ekki í gegnum niðurskurðinn komast samt sem áður í styrkleikaflokk 15 á Áskorendamótaröðinni á næsta tímabili. Birgir fær því eitthvað af verkefnum á næsta tímabili á næsta ári á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
