Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2018 | 23:00

LPGA: Ólafía á 72 á 7. hring lokaúrtökumótsins

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir er nú loks farin að sýna sitt rétt andlit á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA.

Hún lék 7. hringinn á Pinehurst nr. 7 í dag á sléttu pari, 72 höggum, sem er besti hringur hennar í úrtökumótinu til þessa.  Ólafía Þórunn fékk 3 fugla og 3 skolla á hringnum Með þessu fór hún upp í 83. sætið.

Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila á 20 yfir pari, 524 högg (76 77 72 75 78 74 72).

… bara að hún hefði spilað svona alla 6 hringina þar á undan, þá væri hún inni á LPGA, en niðurskurðarlínan er nú við samtals 8 yfir pari.

Næsta vonlaust er að Ólafíu Þórunni takist að verða meðal þeirra 45 efstu sem næla sér í sæti á Symetra og LPGA á næsta keppnistímabili… en það er eftir að spila lokahringinn.

Sjá má stöðuna á lokaúrtökumóti LPGA 2018 með því að SMELLA HÉR: 

Eftir að ljóst er hverjar þær 45 eru sem spila á LPGA á keppnistímabilið 2019 mun Golf 1, eins og á undanförnum árum fara að kynna „Nýju stúlkurnar á LPGA“.