Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2018 | 21:00

LPGA: Ólafía Þórunn í 93. sæti e. 5. dag lokaúrtökumótsins

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir átti afar erfiðan 5. hring, á lokaúrtökumóti LPGA sem spilaður er á Pinehurst nr. 7 í N-Karólínu.

Hún lék hringinn á 6 yfir pari, 78 höggum; fékk 3 fugla, 8 pör,  5 skolla og 2 tvöfalda skolla.

Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila á 18 yfir pari, 378 höggum (76 77 72 75 78).

Hringurinn í dag var hennar versti, það sem af er og er hún nú í 93. sætinu af 102 keppendum.

45 efstu í mótinu hljóta spilarétt á LPGA …. en mót eru ekki búin þar til síðasti hringurinn hefir verið spilaður.

Nú er bara að berjast síðustu 3 hringina og koma sér í hóp 45 efstu – Ólafía Þórunn getur það og svo miklu, miklu meira!!!

Efst í mótinu er Klara Spilakova og það þarf eitthvað mikið að gerast til þess að þessi geðþekki tékkneski kylfingur spili ekki á LPGA á næsta ári.

Til þess að sjá stöðuna á lokaúrtökumóti LPGA SMELLIÐ HÉR: