Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2018 | 20:00

Keilir varð 19. á EM klúbbaliða

Sveit Keilis varð í 19. sæti á EM klúbbaliða, en mótið fór fram í Golf De Médoc í Frakklandi, dagana 25.-27. október sl.

Sveit Keilis skipuðu þeir Benedikt Sveinsson, Helgi Snær Björgvinsson og Henning Darri Þórðarson

Í einstaklingskeppninni var Benedikt á besta skorinu í lið GK, lauk keppni í 38. sæti (77 71 77) ; Henning Darri varð í 51. sæti (79 77 74) og Helgi Snær í 53. sæti (75 79 77).

Það var franska heimaliðið í RFC La Boulie sem sigraði á EM klúbbliða á samtals 14 undir pari, -14 412 höggum (136 140 136) en tvö bestu skor liðsmanna töldu, í hverjum af 3 hringjunum, sem voru spilaðir.

Sveit Keilis varð sem segir í 19. sæti af 26 þátttökusveitum á samtals 25 yfir pari, 451 höggi (152 148 151).

Til þess að sjá lokastöðuna á EM klúbbliða SMELLIÐ HÉR: