Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR and LPGA
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2018 | 23:59

LPGA: Ólafía T-53 e. 1. dag á Pinehurst 6

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tekur nú þátt í lokaúrtökumótinu fyrir LPGA mótaröðina.

Fyrsti hringur var spilaður á Pinehurst nr. 6 í N-Karólínu.

Ólafía Þórunn lék á 4 yfir pari, 76 höggum; fékk 5 skolla og 1 fugl.

Keppendur eru 108 en Ólafía er fyrir miðju T-53, þ.e. deilir 53. sætinu ásamt 20 öðrum og verður að gera mun betur til þess að enda meðal efstu 20, ef hún ætlar að halda sæti sínu á LPGA.

Eftir 1. dag er hin kanadíska Jaclyn Lee efst en hún lék á 4 undir pari, 68 höggum.

Sjá má stöðuna á lokaúrtökumóti LPGA á Pinehurst nr. 6 með því að SMELLA HÉR: