08/08/2018. Ladies European Tour 2018. European Championships, PGA Centenary Course. Gleneagles, Scotland August 8 -12 2018. Team Iceland on the first tee during the wednesday matches. Credit: Bethan Cutler Íslensku kylfingarnir standa sig vel á EM atvinnukylfinga
Fjórir íslenskir atvinnukylfingar eru á meðal keppenda á Evrópumóti í liðakeppni atvinnukylfinga sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi dagana 8.-12. ágúst.
Alls eru 16 þjóðir sem taka þátt og er hvert lið skipað tveimur leikmönnum.
Axel Bóasson (GK) og Birgir Leifur Hafþórsson (GKG) eru saman í liði. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) og Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) eru saman í liði. Og í lokaumferðinni verða liðin skipuð einum karli og einni konu.
Birgir Leifur og Axel hafa unnið báðar viðureignir sínar til þessa. Þeir leika til úrslita um laust sæti í undanúrslitum mótsins gegn Noregi í lokaumferðinni. Birgir og Axel lögðu Belgíu og Ítalíu í fyrstu tveimur umferðunum.
Valdís Þóra og Ólafía Þórunn fengu þrjá fugla í röð á síðustu þremur holunum í viðureign þeirra gegn Finnlandi. Íslensku atvinnukylfingarnir náðu að jafna við Finnland og lönduðu 1/2 vinningi. Valdís og Ólafía töpuðu fyrsta leiknum í riðlakeppninni.
Til þess að fylgjast með íslensku keppendunum á EM atvinnukylfinga SMELLIÐ HÉR:
Hver þjóð má að hámarki vera með þrjú lið í hverri keppni. Bretar eru með þrjú lið í bæði karla – og kvennaflokki, Svíar koma þar næstir með tvö karlalið og þrjú í kvennaflokki.
Eins og áður segir er keppt á Gleneagles vellinum þar sem að Ryderkeppnin fór fram árið 2014. Solheim bikarinn fer fram á þessum velli árið 2019.
Ólafía Þórunn segir að hún sé spennt fyrir því að fá tækifæri að leika fyrir Ísland á þessu móti.
„Ísland hefur náð frábærum árangri í mörgum íþróttagreinum á heimsvísu að undanförnu. Markmiðið er að koma golfíþróttinni á kortið einnig. Þetta mót lofar góðu, skemmtilegt keppnisfyrirkomulag, og er upphaf að einhverju enn stærra,“ sagði Ólafía Þórunn m.a í viðtali við skipuleggjendur mótsins.
Keppnisfyrirkomulagið er holukeppni á milli liða sem eru skipuð tveimur leikmönnum. Alls eru 16 lið sem keppa og er þeim skipt upp í fjóra riðla.
Hvert lið leikur þrjá leiki í riðlinum og þar sem betra skor hjá liðinu telur á hverri holu (fjórbolti/fourball)
2 stig fást fyrir sigur í leik og 1 stig fyrir jafntefli.
Efstu liðin úr hverjum riðli komast í undanúrslit.
Texti: GSÍ – Mynd:Bethan Cutler
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
