Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2018 | 22:00

PGA: Barbasol lýkur á mánudaginn

Móti vikunnar á PGA mótaröðinni, Barbasol meistaramótinu, lýkur á morgun, mánudaginn vegna veðurs.

Mótið fer fram í Keene Trace golfklúbbnum í Nicholasville í Kentucky.

Þegar mótinu var frestað voru 4 kylfingar efstir og jafnir: Bandaríkjamennirnir Robert Streb, Hunter Mahan, Tom Lovelady og Troy Merritt.

Þeir hafa allir spilað á 18 undir pari, 198 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á Barbasol meistaramótinu SMELLIÐ HÉR: 

Í aðalfréttaglugga: Troy Merritt, sem búinn er að vera í forystu á Barbasol Championship mestallt mótið!