Francesco Molinari
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2018 | 19:00

Opna breska 2018: Molinari sigraði!

Það var ítalski kylfingurinn Francesco Molinari, sem stóð uppi sem sigurvegari á 3. risamóti ársins, Opna breska.

Sigurskor Molinari var 8 undir pari, 276 högg (70 72 65 69).

Molinari er fyrsti ítalski kylfingurinn til þess að sigra á Opna breska.

Í 2. sæti urðu Bandaríkjamennirnir Xander Schauffele og Kevin Kisner; Rory McIlroy frá N-Írlandi og enski kylfingurinn Justin Rose. Þeir voru allir 2 höggum á eftir frábærum sigurvegara mótsins Francesco Molinari.

Þetta er 147. Opna breska og fór mótið að þessu sinni fram á Carnoustie linksaranum í Skotlandi. Þetta var jafnframt fyrsta mótið sem íslenskur kylfingur var meðal keppanda, Haraldur Franklín Magnús.

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna breska SMELLIÐ HÉR