Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2018 | 18:00

Eimskipsmótaröðin 2018 (6): Guðrún Brá og Henning Darri sigruðu í Hvaleyrarbikarnum

Kylfingar úr Keili stóðu uppi sem sigurvegarar á KPMG-Hvaleyrarbikarnum sem lauk í dag. Mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni, mótaröð þeirra bestu á Íslandi. Henning Darri Þórðarson úr Keili hafði betur í bráðabana um sigurinn gegn Kristjáni Þór Einarssyni úr GM.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir sigraði í kvennaflokki og var sigur hennar öruggur. Guðrún Brá Björgvinsdóttir var með fjögurra högga forskot í kvennaflokknum fyrir lokahringinn. Hún bætti við það forskot og sigraði með sex högga mun á +4 samtals. Guðrún Brá lék jafnt golf alla þrjá keppnisdagana (72-73-72). Berglind Björnsdóttir úr GR varð önnur á +10 og Anna Sólveig Snorradóttir úr GK varð þriðja á +13 samtals.

Rúnar Arnórsson úr Keili var með eitt högg í forskot á -3 samtals fyrir lokahringinn á Henning Darra. Þegar uppi var staðið voru Henning Darri og Kristján Þór jafnir á -4 og þurfti bráðabana til að knýja fram úrslitin. Henning fékk par á 18 brautina en Kristján Þór tapaði höggi og lék á skolla. Rúnar Arnórsson varð þriðji á -3 samtals og Birgir Björn Magnússon varð þriðji á -2.

Kvennaflokkur, KPMG-Hvaleyrarbikarinn:

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (72-73-72) 217 högg (+4)
2. Berglind Björnsdóttir, GR (74-75-74) 223 högg (+10)
3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (77-76-73) 226 högg (+13)
4. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (76-78-73) 227 högg (+14)
5. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (83-73-75) 231 högg (+18)

Karlaflokkur, KPMG-Hvaleyrarbikarinn:

1. Henning Darri Þórðarson, GK (69-71-69) 209 högg (-4)
2. Kristján Þór Einarsson, GM (72-71-66) 209 högg (-4)
*Henning sigraði á fyrstu holu í bráðabana.
3. Rúnar Arnórsson, GK (69-70-71) 210 högg (-3)
4. Birgir Björn Magnússon, GK (72-71-68) 211 högg (-2)
5. Ingvar Andri Magnússon, GKG (76-67-69) 212 högg (-1)
6. Andri Þór Björnsson, GR (74-71-68) 213 högg (par)
7. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (77-68-69) 214 högg (+1)
8. Björn Óskar Guðjónsson, GM (74-72-69) 215 högg (+2)
9. Daníel Ísak Steinarsson, GK (74-71-70) 215 högg (+2)
10. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (68-75-73) 216 högg (+3)