Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2018 | 19:00

Opna breska 2018: Haraldur úr leik

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR og fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að taka þátt í Opna breska er úr leik á þessu elsta og hefðbundnasta allra risamóta.

Hann lék á samtals 8 yfir pari, 150 höggum (72 78). Til þess að komast gegnum niðurskurð þurfti að vera á samtals 3 yfir pari eða betra.

Þetta er sárgrætileg niðurstaða í ljósi þess hversu vel Haraldur Franklín lék fyrri hringinn.

En Carnoustie er „tricky“, fljótur að refsa og auðvelt að misstíga sig.

Allt er sigur fyrir Harald Franklín, bara það að hafa verið í mótinu, með öllum helstu karlkylfingum heims!!!!

Og þegar litið er á skor Haraldar seinni hringinn má sjá að það eru bara 3 holur sem eyðilögðu hringinn fyrir hann, þ.á.m. hin sögufræga par-3 16. hola „Barry Burn“, sem farið hefir illa með margan kylfinginn á Opna breska.

Fjölmargir þekktir kylfingar eru úr leik á Opna breska, þ.á.m. Pádraig Harrington og Jimmy Walker, sem voru á sama skori og Haraldur Franklín sem og Martin Kaymer, Sergio Garcia og Charl Schwartzel, Dustin Johnson, Jon Rahm og Bubba Watson svo fáeinir séu nefndir.

Það var gaman að fylgjast með Haraldi Franklín og vonandi að það gangi betur næst og hann eigi eftir að keppa á sem flestum risamótum, sem oftast!!!

Til þess að sjá stöðuna á Opna breska 2018 SMELLIÐ HÉR: