Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2018 | 23:00

Áskorendamótaröð Evrópu: 2 holur léku Axel grátt í Vaudreuil

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK,  er í einu af neðstu sætunum eftir 1. dag  Le Vaudreuil Golf Challenge, sem er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu.

Nánar tiltekið er Axel T-152 þ.e. deilir 152. sæti mótsins ásamt 2 öðrum kylfingum eftir hring upp á 12 yfir pari, 83 högg.

Niðurskurður er miðaður við par eða betra eins og stendur og verður að telja líklegt að Axel hafi spilað sig úr mótinu með óvenju slökum leik sínum.

Á hringnum fékk Axel 3 fugla, 7 skolla og 2 afar slæma skramba, en það sem fór alveg með skor hans voru skrambarnir þ.e.  erfiðleikar, sem hann lenti í á 15. og 18. holu Vaudreuil vallar; en á par-4 15. holunni var Axel á 9 höggum og á par-5 18. holunni á 8 höggum.

Til þess að sjá stöðuna SMELLIÐ HÉR: