Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2018 | 07:00

Haraldur Franklín fyrstur íslenskra karlkylfinga til að keppa á Opna breska

Haraldur Franklín Magnús atvinnukylfingur úr GR er fyrsti íslenski karlkylfingurinn, sem keppir á Opna breska, en þetta elsta og hefðum ríka rísamót hefst í dag.  Þetta er jafnframt 3. risamótið í karlagolfinu í ár.  Þetta er í 147. sinn sem Opna breska er haldið og fer fram á Carnoustie linksaranum, sem margir íslenskir kylfingar, einkum Skotlandsaðdáendur kannast við.

Í gær lék Haraldur Franklín æfingahring með sigurvegara síðasta PGA Tour móts, John Deere Classic, þ.e. Michael Kim og gamla brýninu og fastamanni í Ryder Cup til margra ára Lee Westwood.

Í dag fer Haraldur Franklín út kl. 9:53 að íslenskum tíma (10:53 í Skotlandi) á Opna breska og verður í ráshóp með þeim James Robinson frá Englandi og Zander Lombard frá Suður-Afríku.

Sjá má skemmtilegt viðtal RÚV við Harald Franklín með því að SMELLA HÉR:

Hvernig sem allt er verður fróðlegt að sjá hvernig Haraldi Franklín gengur að kjást við sumar af sögufrægustu golfholum heims eins og t.a.m. par-3 16. braut Carnoustie („Barry Burn“) – Sjá um hana með því að SMELLA HÉR: 

Golf 1 óskar Haraldi Franklín (eins og reyndar ávallt) góðs gengis!!!

Fylgjast má með gengi Haraldar Franklín á Opna breska með því að SMELLA HÉR: