Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2018 | 21:00

GL: Opna Helena Rubinstein og YSL – Úrslit

Laugardaginn fyrir viku, þ.e. 30. júní 2018, fór fram Opna Helena Rubinstein og YSL mótið á Garðavelli.

Alls mættu 118 konur og léku við ágætis vallaraðstæður þar sem veður var milt með rigningu á köflum.

Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni með og án forgjafar og verðlaun veitt í tveimur forgjafarflokkum. Auk þess voru veitt nándarverðlaun á 3 par-3 brautum.

Úrslit mótsins voru eftirfarandi:

Í forgjafagjafaflokkinum 0-27,9
1. Bára Valdís Ármannsdóttir GL 40 punktar
2. Ísey Hrönn Steinþórsdóttir GR 40 punktar
3. Helga Dís Daníelsdóttir GL 34 punktar

Í forgjafaflokkinum 28-54
1. Kolbrún Haraldsdóttir GVG 46 punktar
2. Inga Hrönn Óttarsdóttir GL 41 punktar
3. Margrét Björg Jóhannsdóttir GR 37 punktar

Punktakeppni án forgjafar
1. Ásta Óskarsdóttir GR 21 punktar
2. Anna María Reynisdóttir GVG 17 punktar
3. Inga Dóra Konráðsdóttir GR 16 punktar

Nándarverðlaun
3.hola Rakel Kristjánsdóttir
8.hola Rakel Krisjánsdóttir
18.hola Inga Hrönn Óttarsdóttir

Heildsölan Terma og verslunin Bjarg voru styrktaraðilar mótsins og voru verðlaun að venju glæsileg.