Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2018 | 10:00

Nordic Golf League: Haraldur Franklín lauk keppni T-21 á Camfil mótinu

GR-ingarnir Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús tóku þátt í móti vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni, Camfil Nordic Championship.

Mótið stóð dagana 5.-7. júlí 2018 og fór fram í Åda Golf & Country Club í Trosa, Svíþjóð.

Andri Þór og Guðmundur Ágúst komust ekki í gegnum niðurskurð, en það gerði hins vegar Haraldur Franklín.

Haraldur lék hringina 3 á samtals 4 undir pari, 212 höggum (74 69 69) og varð jafn 6 öðrum kylfingum í 21. sæti.

Sigurvegari í mótinu varð Sören Schulze Petterson frá Danmörku en hann lék á samtals 14 undir pari (68 68 66).

Til þess að sjá lokastöðuna á Camfil Nordic Championship SMELLIÐ HÉR: