Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR and LPGA
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2018 | 07:00

LPGA: Ólafía úr leik

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir LPGA atvinnukylfingur úr GR tók  þátt í Thornberry Creek LPGA mótinu í Oneida Wisconsins í Bandaríkjunum.

Ólafía lék á samtals 3 undir pari (69 73), en það dugði ekki til því niðurskurður var miðaður 4 undir pari.

Það munaði því aðeins 1 sárgrætilegu höggi að Ólafía Þórunn næði niðurskurði!  Hún er úr leik.

Þetta var 15. mótið á keppnistímabilinu í ár og Ólafía hefir aðeins komist í gegnum 4 sinnum þar af.

Áætlað er að hún fari úr 128. sæti stigalistans í 132. sætið. Ólafía þarf að vera meðal 100 efstu til þess að halda keppnis- rétti sínum á LPGA.

Í efsta sæti í hálfleik Thornberry Creek LPGA mótsins er Sei Young Kim á samtals 16 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Thornberry Creek LPGA mótinu SMELLIÐ HÉR: