Guðrún Brá. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2018 | 12:00

LET Access: Munaði 2 höggum að Guðrún Brá kæmist g. niðurskurð á Spáni

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tók þátt í mótinu vikunnar á LET Access, Ribeira Sacra Patrimonio de la Humanidad International Ladies Open 2018.

Mótið fer fram á Augas Santas Balneario & Golf Resort, í Lugo á Spáni, dagana 4.-6. júlí 2018 og lýkur því í dag.

Guðrún Brá lék á samtals 5 yfir pari, 145 höggum (74 71) og komst því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni.

Niðurskurður var miðaður við samtals 3 yfir pari eða betra og munaði því aðeins 2 höggum að Guðrún Brá næði í gegn.

Efst í mótinu er sænska stúlkan Johanna Gustavsson en hún hefir spilað báða hringina á glæsilegum 6 undir pari, 64 höggum þ.e. er á samtals 12 undir pari eftir 2 hringi.

Til þess að sjá stöðuna á Ribeira Sacra Patrimonio de la Humanidad Int. Ladies Open SMELLIÐ HÉR: