Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2018 | 20:00

Evróputúrinn: Kinhult leiðir í hálfleik í París

Það er sænski kylfingurinn Marcus Kinhult, sem er í forystu á HNA Open de France, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum.

Kinhult hefir spilað á samtals 6 undir pari, 136 höggum (71 65).

Hann hefir 2 högga forystu á þann sem næstur kemur, Englendinginn Chris Wood, sem spilað hefir á samtals 4 undir pari.

Spilað er á sama velli og Ryderinn fer fram á næsta haust, Le Golf National í París.

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á HNA Open de France SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á HNA Open de France SMELLIÐ HÉR: