Guðrún Brá og Berglind
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2018 | 18:00

LET Access: Berglind og Guðrún Brá úr leik á Belfius Ladies Open

Berglind Björnsdóttir, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tóku þátt í Belfius Ladies Open, en eru báðar úr leik.

Aðeins munaði 3 höggum að Guðrún Brá kæmist í gegnum niðurskurð, sem miðaður var við 9 yfir pari eða betra eftir 2 hringi.

Guðrún Brá lék á samtals 12 yfir pari, 156 höggum (77 79).

Berglind hins vegar lék á samtals 22 yfir pari, 166 höggum ( 79 87).

Efst í mótinu eftir 2 hringi er Emma Nilsson frá Svíþjóð á samtals 4 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Belfius Ladies Open SMELLIÐ HÉR: