Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR and LPGA
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2018 | 15:00

Ólafía Þórunn fer út kl. 19:30 á KPMG risamótinu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, fer út kl. 19:30 á 2. hring KMPG Women´s PGA Championship, sem er 3. kvenrisamót ársins.

Henni gekk ágætlega í gær – lék 1. hring á 1 yfir pari, Kemper vallarins í Illinois þ.e. 73 höggum og vonandi að hún haldi sínu striki í dag.

Þetta er 15. LPGA mót Ólafíu Þórunnar í ár og hún hefir 4 sinnum komist í gegnum niðurskurð.

Það er vonandi að Ólafía komist í gegnum niðurskurð og skemmtilegt föstudagskvöld framundan, þar sem fylgst verður með Ólafíu!!!

Til þess að fylgjast með gengi Ólafíu Þórunnar SMELLIÐ HÉR: