Aron Snær, Bjari og Gísli Sveinbergs Bjarki byrjaði vel á Evrópumóti áhugakylfinga í Hollandi!
Aron Snær Júlíusson úr GKG, Bjarki Pétursson úr GB og Gísli Sveinbergsson úr GK eru á meðal 144 keppenda á Evrópumót áhugamanna.
Mótið hófst á miðvikudag og fer það fram á Royal Hague Golf & Country Club, í Hollandi.
Bjarki lék á 71 höggum – eða -1 á fyrsta hringnum og er T-16.
Gísli lék á 77 höggum eða +5 á fyrsta hringnum.
Aron Snær lék á 80 höggum eða +8 á fyrsta hringnum.
Sjá má stöðuna á Evrópumóti áhugamanna með því að SMELLA HÉR:
Alls eru leiknar 72 holur á fjórum keppnisdögum og komast 60 efstu í gegnum niðurskurðinn að loknum þriðja keppnisdeginum.
Það er að miklu að keppa á þessu móti. Sigurvegarinn fær keppnisrétt á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á Carnousite í júlí á þessu ári.
Þetta er í 31. skipti sem mótið fer fram en það hefur ekki farið fram í Hollandi frá árinu 1986 þegar það fór fyrst fram.
Margir þekktir kylfingar hafa sigrað á þessu móti. Má þar nefna Rory McIlroy, Sergio Garcia, Victor Dubuisson og Stephen Gallacher.
Alfie Plant frá Englandi sigraði á þessu móti í fyrra þegar það fór fram á Walton Heath vellinum. Plant hafði þar betur í bráðabana gegn ítölsku kylfingunum Luca Cianchetti og Stefano Mazzoli. Cianchetti hafði titil að verja á þessu móti í fyrra. Plant lék því á Opna breska meistaramótinu í fyrra á Royal Birkdale þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari í keppni áhugakylfinga – og fékk Silfurskjöldinn.
Royal Hague er einn af topp 5 völlum Evrópu og einn af 100 bestu golfvöllum heims. Þetta er strandvöllur og verða án efa krefjandi aðstæður fyrir keppendur.
Texti og mynd: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
