Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2018 | 04:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Axel lauk keppni T-45 á SSE Scottish Hydro

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK komst glæsilega í gegnum niðurskurð á móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, SSE Scottish Hydro Challenge, sem fór fram í Aviemore, Skotlandi, dagana 21.-24. júní 2018 og lauk í gær.

Axel lék á samtals 4 yfir pari, 288 höggum (75 69 69 75) og lauk keppni T-45 þ.e. deildi 45. sætinu með 3 öðrum kylfingum.

Axel féll nokkuð niður skortöfluna eftir lokahringinn, sem spilaðist á 4 yfir pari, en fyrir lokahringinn var Axel í 27. sæti ásamt 7 öðrum kylfingum, á sléttu pari samtals.

Sigurvegari mótsins varð heimamaðurinn David Law, en hann lék á samtals 11 undir pari (66 69 71 67)

Til þess að sjá stöðuna á SSE Scottish Hydro Challenge SMELLIÐ HÉR: