Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2018 | 04:00

PGA: Casey efstur á Travelers e. 3. dag

Það er enski kylfingurinn Paul Casey, sem hefir 4 högga forystu í efsta sæti á 2. mann fyrir lokahring Travelers Championship.

Casey er búinn að spila á samtals 16 undir pari, 194 höggum (65 67 62).

Hann á sem segir 4 högg á þann sem næstur kemur, bandaríska kylfinginn Russell Henley, sem hefir spilað á 12 undir pari, 198 höggum (66 65 67).

Í 3. sæti eru síðan forystumaður mótsins í hálfleik Brian Harman, Íslandsvinurinn Anirban Lahiri frá Indlandi og JB Holmes, allir á 11 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Travelers Championship SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Travelers Championship SMELLIÐ HÉR: