Aron Snær, Bjari og Gísli Sveinbergs
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2018 | 17:00

Íslensku kylfingarnir eru úr leik á Opna breska áhugamannamótinu

Þrír íslenskir kylfingar tóku þátt á Opna breska áhugamannamótinu (British Amateur) sem fram fór á Royal Aberdeen Golf Club í Skotlandi: Gísli Sveinbergsson úr Keili, Bjarki Pétursson úr GB og Aron Snær Júlíusson úr GKG.

Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ var með þeim í þessari keppnisferð.

Íslensku kylfingarnir náðu ekki að vera í hópi þeirra 64 sem komust gegnum niðurskurðinn og eru því úr leik.

Gísli Sveinbergsson lék á 75 og 74 höggum. Hann endaði á +8 samtals og var þremur höggum frá því að komast áfram.

Bjarki Pétursson lék á 78 og 73 höggum. Hann endaði á +8 höggum líkt og Gísli og þeir deildu 101. sætinu.

Aron Snær lék á 78 og 72 höggum eða +9 samtals. Hann endaði í 119. sæti.

Sjá má lokastöðuna á Opna breska áhugamannamótinu með því að SMELLA HÉR: