Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2018 | 20:00

LPGA: Ólafía lauk keppni T-58 á Mejers

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur á LPGA úr GR lék á Mejers LPGA Classic for Simple Give.

Mótið fór fram dagana 14.-17. júní í Grand Rapids, Michigan og lauk í dag.

Ólafía lék samtals á 6 undir pari, 282 höggum (69 72 70 71) og lauk keppni T-58 þ.e. jöfn 6 öðrum í 58. sæti.

Fyrir árangur sinn hlaut Ólafía tékka upp á $5,094.00 (u.þ.b. 510.000 íslenskar krónur).

Ólafía er í 125. sæti á stigalistanum og þarf að halda vel á spöðunum ætli hún að vera meðal 100 efstu í árslok til að tryggja sér áframhaldandi spilarétt á LPGA. Hún hefir nú spilað í  13 mótum á LPGA á þessu ári og komist 4 sinnum í gegnum niðurskurð. Ólafía Þórunn er í 238. sæti Rolex-heimslistans.

Sigurvegari í Mejers mótinu var So Yeon Ryu, frá S-Kóreu en hún lék á samtals á 21 undir pari (64 67  69  67) og fékk $300.000 (u.þ.b. 30 milljónir íslenskar krónur fyrir 1. sætið).

Til þess að sjá lokastöðuna á Mejers LPGA Classic for Simple Give SMELLIÐ HÉR: