Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2018 | 20:00

LET Access: Valdís Þóra lauk keppni T-5 á AXA mótinu

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL tók þátt í AXA Czech Ladies Challenge, sem fram fór dagana 14.-16. júní 2018 og lauk í dag.

Mótið fór fram í Golf Resort Konopiste í Bystrice, Tékklandi.

Valdís Þóra lék virkilega vel, á samtals 6 undir pari, 210 höggum (73 67 70).

Hún lauk keppni T-5 þ.e. deildi 5. sæti með 3 öðrum keppendum: Cloe Frankish frá Englandi, hinni frönsku Ines Lescudier og Fridu Gustafson-Spang frá Svíþjóð.

Sjá má lokastöðuna á AXA Czech Ladies Challenge með því að SMELLA HÉR: