Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2018 | 13:00

Ólafía og Ragga Sig. ræða m.a. um Anniku í Bítinu

Þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir voru í Bítinu 7. júní s.l. þar sem m.a. var rætt um Anniku Sörenstam.

Fyrst var Ólafía Þórunn spurð um gengi sitt á LPGA og kemur þar ýmislegt fróðlegt fram, m.a. af hverju henni hefir gengið illa upp á síðkastið.

Ragnhildur sagði slíkt eðlilegt og kæmi fyrir hjá öllum kylfingum.

Næst ræddu þær um Anniku Sörenstam og sagði Ólafía m.a. lengi hafa litið upp til hennar og m.a. gert fyrirlestur um hana í 4. bekk!

Margt annað skemmtilegt er í viðtalinu við þær stöllur úr GR sem hlusta má á með því að SMELLA HÉR: