Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2018 | 12:00

Annika – Fyrsti kvenkylfingurinn sem spilaði á 59 á stórmóti!

Annika Sörenstam, besti kvenkylfingur veraldar, sem nú er hér á Íslandi og mun vera með sýnikennslu á Stelpugolfi hjá GKG og NK á morgun, sagði í viðtali við GW fyrir 2 árum að hún hefði átt marga lága hringi, en engan eins og sögulegan hring hennar, sem hún átti upp á 59 högg árið 2001.

Það var í Moon Valley golfklúbbnum á Standard Register PING LPGA mótinu í Phoenix, 16. mars 2001 …. dagsetningu sem henni líður eflaust seint úr minni.

Annika byrjaði á 10. teig og byrjaði á því að fá hvorki fleiri né færri en 8 fugla í röð!!! Síðan, eins og kemur fram í myndskeiðinu hér að neðan , sagði hún að nú væri komin tími á par til að róa hugann og svo fór að hún fékk par á 9. holu.  Næstu 4 holur á hring Anniku (1.-4. holur vallarins) fékk hún aftur 4 fugla í röð og var nú komin í 12 undir pari eftir 13 holur.  Annika fékk par á næstu 3 holur þ.e. 14., 15. og 16. … en þegar hún kom að 17. holunni fékk hún enn einn fuglinn og búin að brjóta 60!  Þá var eftir að spila þá 18. sem er par-4 og þá holu paraði Annika og var léttirinn mikill að leik loknum að hafa landað 59-unni!!! … Og það í móti LPGA, bestu kvenmótaröð heims!!!

Sjá má myndskeið GW þar sem Annika fer yfir sögulegan hring sinn upp á 59 högg með því að SMELLA HÉR: 

Mynd: Jim Wright