Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2018 | 23:00

GÞ: Albatross hjá Eyþóri!

Sá ótrúlegi árangur náðist sl. sunnudag 3. júní 2018  í móti Golfklúbbs Borgarstarfsmanna á Þorláksvelli að fyrsti albatrosinn, sem vitað er um, rataði í holu.

Kylfingurinn, sem átti það frækna afrek var Eyþór K. Einarsson, GKG.

Hann þurfti aðeins 2 högg á par-5 6. braut Þorláksvallar.

Sjötta braut Þorláksvallar er 447 metra löng.

Golf 1 óskar Eyþóri til hamingju með albatrossinn flotta!!!

Mynd: GÞ