Börn engin fyrirstaða. Framkvæmdastjóri Stelpugolfs tekur börnin með í golfi Í hvaða golfklúbbum er barna- og unglingastarfið blómlegast?
Sl. helgi fóru fram mót á unglingamótaröðunum þ.e. Íslandsbankamótaröðinni og Áskorendamótaröð Íslandsbanka.
Keppt var í 8 fl0kkum á hvorri mótaröð og aðeins í 1 flokki voru engir þátttakendur þ.e. í flokki 19-21 árs stúlkna á Íslandsbankamótaröðinni.
Hér á eftir verða birtar niðurstöður lauslegrar könnunar á því, hvaða golfklúbbar stóðu sig best, en það gefur smá innsýn í hvaða klúbbar eru að standa sig best í barna- og unglingastarfinu.
Fyrst var kannað hvernig gullpeningar dreifðust á klúbbana.
Eftirfarandi klúbbar tóku gullpeninga:
Gull:
1 Golfklúbbur Reykjavíkur 5
2 Golfklúbburinn Keilir 3
3 Golfklúbbur Selfoss 3
4 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 2
5 Golfkúbbur Akureyrar 1
6 Golfklúbbur Ísafjarðar 1
7 Golfklúbbur Mosfellsbæjar 1
8 Golfklúbbur Suðurnesja 1
Ofangreind könnun er heldur þröng og er aðeins hálf vísan kveðin ef aðeins er litið til hvaða klúbbar hlutu gullverðlaun og verða hér að neðan jafnframt taldir hvaða klúbbar tóku silfur og brons, þá er myndin líklega aðeins skýrari. Þar kemur nefnilega í ljós að Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar tók bæði flest silfur- og bronsverðalun! Fjórir klúbbar eru jafnir þegar kemur að næstflestum silfurpeningum, GA, GM, GR og GS og GM tók síðan næstflest bronsverðlaun. Hér að neðan má sjá silfur- og bronsverðlaun, sundurliðuð eftir klúbbum:
Silfur:
GKG 3
GA 2
GM 2
GR 2
GS 2
GK 1
NK 1
Brons:
GKG 5
GM 3
GA 2
GK 2
GS 1
GR 1
GL 1
Hér að neðan er tekið saman hvaða golfklúbbar hlutu flesta verðlaunapeninga (fyrir 1.-3. sæti á 2. móti Íslandsbanka og Áskorendamótaraðanna bæði 9 holu og 18 holu). Þá kemur eftirfarandi í ljós:
1. sæti GKG 10 verðlaunapeningar
2. sæti GR 8 verðlaunapeningar
3.-4. sæti GK 6 verðlaunapeningar
3.-4. sæti GM 6 verðlaunapeningar
5. sæti GA 5 verðlaunapeningar
6. sæti GS 4 verðlaunapeningar
7. sæti GOS 3 verðlaunapeningar
8.-10. sæti GÍ 1 verðlaunapeningur
8.-10. sæti GL 1 verðlaunapeningur
8.-10. sæti NK 1 verðlaunapeningur
Það er fleira sem skiptir máli þegar tekið er saman í hvaða klúbb barna- og unglingastarf er blómlegast. T.a.m. þátttökufjöldi í móti. Síðan mætti fara í atriði eins og aðgengi að móti. Það er t.a.m. um lengri veg að fara fyrir kylfinga frá Akureyri, Ísafirði og Vestmannaeyjum heldur en krakkana á höfuðborgarsvæðinu og því má ætla að meiri þátttaka sé af meðlimum höfuðborg- arklúbbanna og eins betri aðstæður til æfinga á keppnisvellinum.
Ef litið er á þátttökuna á 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar og Áskorendamótaraðarinnar (9) og (18) þá kemur eftirfarandi í ljós:
Áskorendamótaröðin (9 holur – 33*) Áskorendamótaröðin (18 holur – 29 ) Íslandsbankamótaröðin (122*) Samtals:
GR 11 4 27 42
GKG 3 4 33 40
GM 3 3 14 20
GK 3 7 9 19
GL 5 8 13
GA 3 8 11
GOS 2 4 5 11
GV 2 7 9
GS 3 6 9
NK 1 3 4
GHD 1 1 2
GÁ 1 1
GB 1 1
GÍ 1 1
*) Aðeins taldir þeir keppendur sem luku keppni.
Samantekt:
Alls tóku þátt 184 börn og unglingar á unglingamótaröðunum frá 14 golfklúbbum af þeim 62 sem eru á Íslandi. Flestir þátttakendur voru frá GR, 42 og því kannski engin furða að GR hafi tekið flestar gullmedalíur eða 5. Hins vegar verður að telja að t.d. GÍ sé með betra hlutfall – sendir 1 keppanda, sem tekur gull – 100% þátttakenda frá GÍ hlutu gull á meðan aðeins 12% þátttakenda úr GR tóku gull.
GR og GKG hlutu flesta verðlaunapeninga GKG 10 og GR 8. Hins vegar voru báðir klúbbar með helmingi fleiri þátttakendur en bæði GK og GM, sem hlutu 6 verðlaunapeninga hvor klúbbur, þannig segja má að GK og GM hafi staðið sig betur.
Svona mætti lengja telja áfram og draga ályktanir af tölfræðinni.
Telja verður barna- og unglingastarf blómlegt í öllum 14 klúbbunum, sem þátt tóku, þar fer bara eftir því hvernig tölfræðin er túlkuð 🙂
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
