Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2018 | 12:00

Áskorendamótaröðin 2018 (2): Birna Rut sigraði í stelpuflokki

Annað mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka fór fram á Korpúlfsstaðarvelli laugardaginn 2. júní s.l.

Eldri flokkarnir 14 ára og yngri og 15-18 ára léku 18 holur og var lykkjan „Landið“ spiluð.

Þátttakendur í flokki 14 ára og yngri stelpna voru 8.

Í stelpuflokki sigraði Birna Rut Snorradóttir úr Golfklúbbi Akureyrar (GA).

Birna Rut lék Korpuna best í stelpuflokki á flottum 100 höggum!!!

Helstu úrslit í stelpuflokki á 2. móti Áskorendamótaraðar Íslandsbanka 2018 voru eftirfarandi:

1. Birna Rut Snorradóttir GA – 100 högg
2. Ester Amíra Ægisdóttir GK – 102 högg
3.-4. Auður Bergrún Snorradóttir GA – 110 högg
3.-4. Kara Líf Antonsdóttir GA – 110 högg