Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2018 | 11:00

Áskorendamótaröðin 2018 (2): Gunnar Kári sigraði í fl. 14 ára og yngri stráka

Annað mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka fór fram á Korpúlfsstaðarvelli laugardaginn 2. júní s.l.

Eldri flokkarnir 14 ára og yngri og 15-18 ára léku 18 holur og var lykkjan „Landið“ spiluð.

Þátttakendur í flokki 14 ára og yngri stráka voru 18.

Í strákaflokki sigraði Gunnar Kári Bragason úr Golfklúbbi Selfoss (GOS).

Gunnar Kári lék Korpuna á 86 glæsihöggum!!!

Helstu úrslit í strákaflokki á 2. móti Áskorendamótaraðar Íslandsbanka 2018 voru eftirfarandi: 

1. Gunnar Kári Bragason GOS – 86 – högg
2. Heiðar Steinn Gíslason NK – 89 högg
3. Magnús Ingi Hlynsson GKG – 90 högg