Guðrún Nolan
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2018 | 07:00

Guðrún sigraði á U15 Sussex Girls Championship

Það eru fleiri Íslendingar en Ólafía Þórunn, sem eru að slá í gegn erlendis.

Guðrún Nolan tók þátt í U15 Sussex Girls Championships og gerði sér lítið fyrir og sigraði!!

Guðrún átti skor upp á frábær 77 högg!!!

Mótið fór fram á Hollingbury Park golfvellinum, í Brighton, Englandi.

Golf 1 óskar Guðrúnu til hamingju með sigurinn!!!

Þess mætti geta að Guðrún er barnabarn Aðalheiðar Jörgensen, í GR.