Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2018 | 22:00

Nordic Golf League: Haraldur lauk keppni T-16 og Ólafur Björn T-34

Atvinnukylfingarnir  Haraldur Franklín Magnús GR og Ólafur Björn Loftsson, GKG, komust í gegnum niðurskurð á Jyske bank PGA Championship, en  Andri Þór Björnsson, GR, sem einnig tók þátt í mótinu,  náði ekki niðurskurði, í þessu móti sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni.

Mótið fór fram í Silkeborg Ry Golfklub, í Danmörku, dagana 30. maí – 1. júní 2018 og lauk í dag.

Haraldur Franklín lauk keppni á besta skorinu af Íslendingunum þremur; lék samtals á 5 undir pari, 211 höggum (66 72 73) og endaði T-16.

Ólafur Björnt lauk keppni T-34; lék á samtals 1 undir pari, 215 höggum (66 75 74).

Sigurvegari í mótinu varð sænski kylfingurinn Jacob Glennemo, en hann var jafn þeim Haraldi Frankllín og Ólafi Birni eftir 1. dag, en lék betur seinni 2 hringina; lauk keppni á samtals 12 undir pari, 204 höggum (66 69 69).

Til þess að sjá lokastöðuna í Jyske Bank PGA Championship SMELLIÐ HÉR: