Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2018 | 21:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Axel úr leik

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK, tók þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu: Swiss Challenge presented by Association Suisse de Golf Sempachersee.

Mótið fer fram í Luzerne í Sviss á golfvelli Sempachersee golfklúbbsins.

Axel lék samtals á 2 yfir pari, 144 höggum (74 70) og sérstaklega var 2. hringur hans flottur, sem spilaðist á 1 undir pari.   Því miður dugði það ekki til en niðurskurður var miðaður við skor upp á samtals 1 undir pari eða betra.

Efstur eftir 2. dag er Þjóðverjinn Marcel Schneider, á frábærum 15 undir pari, 127 höggum (63 64).

Sjá má stöðuna á Swiss Challenge með því að SMELLA HÉR: