Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2018 | 20:00

LET: Hvorki Guðrún Brá né Valdís Þóra náðu niðurskurði í Evian

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL tóku þátt í Jabra Ladies Open, sem er samvinnuverkefni LET og LET Access mótaraðanna.

Spilað er í Evian Resort GC, í Frakklandi, þar sem 5. risamót kvennagolfsins fer fram.

Þær báðar komust ekki í gegnum niðurskurð.

Guðrún Brá var í frábærri stöðu eftir fyrri 9 1. dag var á 3 undir pari þá og lauk fyrri hring á 1 undir pari, 70 höggum.  Á seinni hring gekk hins vegar ekki eins vel, hann spilaðist á 79 höggum og Guðrún Brá 2 grátlegum höggum frá því að komast gegnum niðurskurð.

Hjá Valdísi Þóru var þessu öfugt farið. Hún átti slakan 1. hring upp á 78 högg en sneri hlutunum aldeilis við á 2. hring sem spilaðist á glæsilegu 1 undir pari, en það dugði því miður ekki til og enn sárara hjá Valdísi því aðeins munaði 1 höggi að hún næði niðurskurði því samtals var Valdís Þóra á 5 undir pari en niðurskurður miðaður við 4 undir pari og betra.

Sjá má stöðuna á Jabra Ladies Open með því að SMELLA HÉR: