Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2018 | 18:00

Spiranac grip g. einelti

Félagsmiðladrottningin og kylfingurinn Paige Spiranac er að koma á markað takmörkuðu upplagi af  SuperStroke pútter gripum og rennur helmingur innkomunnar að sögn til Cybersmile Foundation.

Spiranac er sendiherra hóps, sem hefir að markmiði að berjast við einelti og á netinu og vonast til þess að þetta framtak hennar vekji athygi á 7. „Stoppið einelti á netinu-deginum“, sem er þann 15. júní nk.

Á gripinu eru mörg orð sem virka hvetjandi eins og: „ákveðni“, „jákvæðni“, „ást“, „heiðarleiki“, „hvatning“ og „virðing.“

Sjá má mynd af slíku gripi hér að neðan:

Ekkert ósvipað concept og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir er með!!!

Ég er mjög spennt fyrir því að vera í samstarfi með SuperStroke í þessu mikilvæga átaki til að styðja við The Cybersmile Foundation,” sagði Spiranac m.a..

Pútter gripin eru skemmtileg hvatning bæði á og utan vallarins og ég er stolt af því að vera í samvinnu með félagi sem er jafn skuldbundið því að styðja við bakið á verkum Cybersmile, sem aftur á móti veitir þeim stuðning, sem hafa orðið fyrir einelti á netinu og dreifa jákvæðni í heiminum í dag.“

Gripið kostar $34.99 í smásölu og linkur verður bæði á SuperStroke síðunum og vefsíðu Spiranac frá og með 15. júní n.k. fyrir þá sem styðja vilja framtakið.