Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2018 | 20:00

LET: Guðrún Brá T-2 á Jabra Ladies Open þegar fresta þurfti 1. hring

Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL taka þátt í Jabra Ladies Open, sem er samvinnuverkefni LET og LET Access mótaraðanna.

Spilað er í Evian Resort GC, í Frakklandi, þar sem 5. risamót kvennagolfsins fer fram.

Þegar 1. hring var frestað í dag var Guðrún Brá T-2, þ.e. deildi 2. sætinu eftir 9 spilaðar holur, sem er STÓRGLÆSILEGT!!!

Guðrún Brá er búin að spila fyrri 9 á 3 undir pari; búin að fá 4 fugla og 1 skolla!!!

Valdís Þóra náði að spila 12 holur og er sem stendur í 93. sæti á 5 yfir pari.

Sjá má stöðuna á Jabra Ladies Open með því að SMELLA HÉR: