Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR and LPGA
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2018 | 23:59

LPGA: Ólafía byrjar vel á 2. risamótinu!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir byrjar vel á 2. risamóti kvennagolfsins, US Women´s Open, sem fram fer í Shoal Creek í Alabama.

Hún lék 1. hringinn á sléttu pari, 72 höggum, fékk 2 fugla og því miður líka 1 skramba á par-3 13. holu vallar Shoal Creek Golf and Country Club.

Eftir 1. dag er Ólafía Þórunn T-25 af 156 keppendum, sem er stórglæsileg byrjun!!!

Nú er bara að halda svona áfram og koma sér gegnum niðurskurð á morgun!!!

Þrjár deila efsta sætinu: fremur óþekktur kylfingur frá S-Kóreu, Jeongeun Lee6, Sarah Jane Smith frá Ástralíu og Ariyja Jutanugarn frá Thaílandi, allar á 5 undir pari, 67 höggum.

Sjá má stöðuna á US Women´s Open með því að SMELLA HÉR: