Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2018 | 18:00

Nordic Golf League: Haraldur Franklín T-10, Ólafur Björn T-26 og Andri úr leik í Danmörku

Atvinnukylfingarnir Andri Þór Björnsson, Haraldur Franklín Magnús og Ólafur Björn Loftsson taka þátt í Jyske Bank  PGA meistaramótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni

Mótið fer fram í Silkeborg Ry Golfklub, í Danmörku, dagana 30. maí – 1. júní 2018.

Í dag var 2. keppnisdagur og skorið niður og því miður komst Andri Þór ekki gegnum niðurskurð, sem miðaður var við samtals 1 yfir pari eða betra.

Haraldur Franklín og Ólafur Björn, hins vegar komust léttilega gegnum niðurskurð en þeir voru jafnir í 2. sæti eftir 1. dag.

Haraldur Franklín hefir samtals spilað á 6 undir pari, 138 höggum (66 72) og hefir staðið sig best íslensku keppendanna, er T-10 þ.e. jafn 2 öðrum kylfingum í 10. sæti.

Ólafur Björn hefir samtals spilað á 3 undir pari, 141 höggi (66 75) og er T-26, þ.e. jafn 7 öðrum í 26. sæti.

Lokahringurinn verður spilaður á morgun.

Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: