Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2018 | 18:00

Nordic Golf League: Haraldur Franklín og Ólafur Björn T-2 á Jyske Bank mótinu!!!

Þrír íslenskir atvinnukylfingar: Andri Þór Björnsson, GR; Haraldur Franklín Magnús, GR og Ólafur Björn Loftsson, GKG hófu keppni í dag á Jyske Bank PGA meistaramótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni.

Mótið fer fram í Silkeborg Ry Golfklub, í Danmörku, dagana 30. maí – 1. júní 2018.

Eftir 1. dag eru þeir Haraldur Franklín og Ólafur Björn jafnir í 2. sæti ásamt Svíanum Jacob Glennemo, en þeir léku allir 1. hringinn á glæsilegum 6 undir pari, 66 höggum.

Haraldur Franklín fékk hvorki fleiri né færri en 8 fugla og 1 skramba og Ólafur Björn fékk líka 8 fugla en 2 skolla. Stórglæsilegt hjá þeim báðum!!!

Andri Þór fyrsta hringinn á 7 yfir pari, 79 höggum og þarf á kraftaverki að halda í dag til þess að ná niðurskurði sem er miðað við parið, sem stendur.

Efstur í mótinu eftir 1. dag er Daninn Frederik Dreier, en hann lék á 9 undir pari, 63 höggum!

Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: