Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2018 | 17:00

LET: Guðrún Brá og Valdís Þóra keppa á Jabra Ladies Open

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir, gL verða báðar á meðal keppenda á Jabra Ladies Open sem hefst í Frakklandi á á morgun, fimmtudaginn 30. maí 2018.

Til þess að fylgjast með þeim og öðrum keppendum á skortöflu SMELLIÐ HÉR:

Mótið er sameiginlegt verkefni hjá LET og LET Access mótaröðunum.  Mótið er einnig úrtökumót fyrir Evian risamótið, sem fram fer í september á þessum velli.

Valdís Þóra hefur leik kl. 11:46 að íslenskum tíma á fimmtudaginn á 15. teig. og 7:06 á föstudaginn á 1. teig.

Guðrún Brá hefur leik kl. 12:19 á 15. teig á fyrsta keppnisdeginum og 7:39 á föstudaginn á 1. teig.

Ræst er út af tveimur teigum og er ræst út af 15. teig þar sem að 10. holan er mjög langt frá klúbbhúsinu.

Valdís Þóra segir á fésbókarsíðu sinni að keppnisvöllurinn sé blautur eftir rigningar undanfarna daga. Og það spáir úrkomu á næstu dögum á þessu svæði.