Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2018 | 14:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur á 66 – lauk keppni T-7!!!! Glæsilegur!!!

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG tók þátt í D+D REAL Czech Challenge, sem var mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu.

Í dag átti Birgir Leifur stórglæsilegan lokahring upp á 6 undir pari, 66 högg.

Samtals lék Birgir Leifur  á 13 undir pari, 275 höggum (69 70 70 66).  Lokahringinn spilaði Birgir Leifur á stórglæsilegum 6 undir pari; fékk 7 fugla og 1 skolla!!!

Sigurvegari mótsins varð Minkyu Kim, frá S-Kóreu en hann var í sérflokki; lék á samtals 20 undir pari, 268 höggum (67 66 69 66). Í 2. sæti var Svíinn Sebastian Söderberg á 17 undir pari og síðan voru 4 kylfingar jafnir í 3. sæti á 14 undir pari.

Birgir Leifur deildi 7. sætinu með Skotanum Grant Forest og Dananum Joachim B. Hansen og voru þeir því í topp-10 keppenda!!! Já, Birgir Leifur er svo sannarlega eins og gott vín verður alltaf betri og betri og sannaði það í þessu móti!!!

Spilað var í Golf & Spa Kunětická hora, í Dříteč, Tékklandi.

Til þess að sjá lokastöðuna á D+D mótinu SMELLIÐ HÉR: