Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2018 | 12:00

LEK: Fyrsta mótinu í Leirunni frestað

Mótastjórn og vallarnefnd á Hólmsvelli ákváðu í sameiningu að fresta fyrsta mótinu á Öldungamótaröðinni, á vegum LEK, sem átti að fara fram í dag, 27. maí 2018.

Ástæða frestunarinnar var að völlurinn er blautur eftir rigningar og mun ekki þorna fyrr en í fyrsta lagi á morgun.

Mat mótastjórnar og vallarnefndar var sú að völlurinn væri óleikhæfur.

Fyrirhugað er að halda mótið  9. júní n.k., en tilkynnt verður ákveðið um nýja dagsetningu mótsins á morgun, mánudag.

Þeir kylfingar, sem höfðu skráð sig og greitt mótgjald, fá bakfærslu á morgun.

Aðalmyndagluggi: Hólmsvöllur í Leiru. Mynd: GS