Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2018 | 08:00

Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-7

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GR náði þeim glæsilega árangri að landa 7. sætinu í Pärnu Bay Golf Links Challenge í Eistlandi, sem fram fór dagana 23.-25. maí 2018.

Guðmundur Ágúst lék keppnishringina þrjá á samtals 7 undir pari, 209 höggum (71 69 69) og deildi 7. sætinu með 3 öðrum kylfingum.

Andri Þór Björnsson, GR;  Haraldur Franklín Magnús, GR og Ólafur Björn Loftsson,GKG tóku einnig þátt í mótinu, en komust ekki í gegnum niðurskurð.

Sigurvegari í mótinu var Svíinn Martin Eriksson, en hann var í algjörum sérflokki lék á samtals 15 undir pari og átti heil 6 högg á þá tvo, sem næstir komu.

Sjá má lokastöðuna í Pärnu Bay mótinu með því að SMELLA HÉR: