Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2018 | 22:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir brillerar – Axel úr leik

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Axel Bóasson, GK hófu báðir keppni í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, D+D REAL Czech Challenge.

Birgir Leifur er búinn að spila glæsilegt golf, er á samtals 5 undir pari, 139 höggum (69 70) og er T-16 í hálfleik.

Þetta er hins vegar ekki búið að vera mót Axels, sem náði ekki niðurskurði; lék á 7 yfir pari, 151 höggi (75 76) er T-133 af 153 keppendum.

Til þess að ná niðurskurði þurfti að spila á samtals 1 undir pari eða betur.

Efstur í hálfleik á  D+D REAL Czech Challenge er franski kylfingurinn Thomas Linard, en hann hefir spilað á samtals 12 undir pari, 132 höggum (65 67).

Til þess að sjá stöðuna á D+D REAL Czech Challenge SMELLIÐ HÉR: