Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2018 | 21:00

Evróputúrinn: Rory bestur á BMW á 2. degi

Rory McIlroy er efstur á flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar BMW PGA Championship, sem fram fer á Wentworth á Englandi.

Rory er samtals búinn að spila á 7 undir pari, 132 höggum (67 65).

Fast á hæla hans eru þó Frakkinn Sebastien Gros og Englendingurinn Sam Horsfield, báðir á samtals 6 undir pari, hvor eða aðeins 1 höggi á eftir Rory.

Til þess að sjá stöðuna á Wentworth að öðru leyti SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR: