Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2018 | 07:00

PGA: Stricker á 65 þrátt f. bakverk á Forth Worth Inv. – Hápunktar 1. dags

Steve Stricker er einn í 7. sæti á Fort Worth Invitational, sem er mót vikunnar á PGA Tour, eftir að eiga glæsihring upp á 65 högg og það þrátt fyrir þráláta bakverki!!!

Skor voru frekar lág á 1. hring mótsins.

Þannig er bandaríski kylfingurinn Kevin Na í 1. sæti mótsins á frábærum 8 undir pari, 62 höggum.

Í 2. sæti er Charley Hoffman, höggi á eftir á 7 undir pari, 63 höggum og þriðja sætinu deila þeir Emiliano Grillo frá Argentínu, Andrew Putnam og Beau Hossler frá Bandaríkjunum og Jhonattan Vegas frá Venezuela.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á Fort Wentworth Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. hrings á Fort Wentwoth Invitational SMELLIÐ HÉR: