Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2018 | 23:15

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-19 e 1. dag D+D í Tékklandi

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur einnig þátt í D+D REAL Czech Challenge, en fór út síðar en Axel Bóasson, sem spilar í mótinu.

Spilað er í Golf & Spa Kunětická hora, í Dříteč, Tékklandi.

Birgir Leifur átti glæsihring upp á 3 undir pari 69 högg og er T-19 þ.e.  jafn 9 öðrum í 19. sæti.

Á hring sínum í dag fékk Birgir Leifur 6 fugla og 3 skolla.

Efstir eftir 1. dag eru Englendingurinn Nathan Kimsey og Frakkinn Thomas Linard, báðir á 7 undir pari, 65 höggum og Birgir Leifur því aðeins 4 höggum á eftir þeim.

Niðurskurðarlínan er eins og er miðuð við 1 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á D+D SMELLIÐ HÉR: