Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2018 | 18:20

LPGA: Ólafía á 71 e. 1. dag í Michigan

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hóf keppni í dag á LPGA Volvik Championship.

Spilað er á Travis Pointe Country Club, sem er í suðvestur af Ann Arbor, í Michigan á velli hönnuðum af Bill Newcomb.

Hún hefir nú nýlokið við 1. hring og lék hann á 1 undir pari, 71 höggi.

Á hringnum fékk Ólafía 2 fugla og 1 skolla á 16. og fór þá um marga, að Ólafía væri enn á ný að missa niður frábæra spilamennsku.

En Ólafía hélt haus og kláraði hringinn á 2 pörum. Sem stendur er hún T-34, þ.e. jöfn öðrum í 34. sæti þegar þetta er ritað (kl. 18: 20) – en staðan getur breyst þar sem svo margar eiga eftir að ljúka hringjum sínum!

Til þess að sjá stöðuna á LPGA Volvik Championship SMELLIÐ HÉR: